
Heimir Már Pétursson átti óvænta endurkomu inn í stjórnmálin í liðinni viku þegar tilkynnt var að hann tæki við framkvæmdastjórn þingflokks Flokks fólksins. Heimir Már var áður framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins til 1999 og sagði í viðtali vegna nýju upphefðarinnar að hann hefði „ekki komið nálægt almennu stjórnmálavafstri síðan þá“.
Þarna brestur Heimi Má minni – eða vill gleyma, sem væri skiljanlegt – en hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar árið 2003 og var í framboði fyrir flokkinn það ár líkt og árið 1999.
Það sem meira er, og ætti að vera enn erfiðara að gleyma, er að hann bauð sig fram til varaformanns í Samfylkingunni árið 2005, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Þetta ekki-„stjórnmálavafstur“ Heimis Más á árunum 1999 til 2005, og
...