Gísli Bragi Hjartarson fæddist 20. ágúst 1939. Hann lést 21. janúar 2025. Hann var jarðsunginn 14. febrúar 2025.

Það er komið að ferðalokum hjá okkar kæra vini, Gísla Braga. Við fengum reyndar alltaf að kalla hann Braga og það var eitthvað svo notalegt og hlýlegt, alveg eins og nærvera hans og viðmót.

Við kynntumst heiðurshjónunum Braga og Lillu veturinn 2010 þegar undirrituð flúðu land í leit að skandinavískum ævintýrum og innleggjum í reynslubankann. Snjólaug og Hjörtur buðu okkur að búa hjá sér í húsinu í Lomma, Svíþjóð, á meðan við fundum okkur íbúð og komum undir okkur fótunum. Allt hljómaði það nú eins og hið besta mál, en þessu kostaboði fylgdi mikill bónus. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum að fá að kynnast Braga og Lillu, og þvílíkur happafengur! Með okkur myndaðist mikill vinskapur þó á milli okkar væru nokkrir áratugir og

...