Hjálmar Örn var viss um að hann gæti skorað 4 af 5 mörkum gegn handboltahetjunni Björgvini Páli. Eva Ruza, sem er með honum í Bráðavaktinni, var ekki sannfærð og skoraði á hann að sanna sig. Þau fóru á æfingu hjá Val, þar sem Björgvin tók á móti þeim og lét þau reyna við hraðaupphlaup og vítaskot.

Útkoman? Verkefnið reyndist erfiðara en Hjálmar bjóst við, og Eva átti fullt í fangi með að rifja upp gamla takta. Myndbandið af áskoruninni hefur þó slegið í gegn á internetinu og fengið þúsundir til að hlæja. Nánar á K100.is.