Gáskafullir ferðamenn í heimsókn til lands og þjóðar í Atlantshafi létu þungbúinn gráan himininn ekki standa sér fyrir þrifum heldur léku á als oddi þegar ljósmyndari átti leið hjá. Ekki þykir mörlandanum veðrið alltaf gleðiefni á þessum tíma árs á…
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Gáskafullir ferðamenn í heimsókn til lands og þjóðar í Atlantshafi létu þungbúinn gráan himininn ekki standa sér fyrir þrifum heldur léku á als oddi þegar ljósmyndari átti leið hjá. Ekki þykir mörlandanum veðrið alltaf gleðiefni á þessum tíma árs á meðan sumir gestir okkar leita sér ef til vill hvíldar frá tíðu sólskini sinna heimaslóða og vilja horfa í Niflheim norrænan í svartasta skammdeginu.