Sagnfræðingur Stefán Pálsson hefur sérstaklega sinnt þróunarsögu Reykjavíkur og skipulagt sögugöngur.
Sagnfræðingur Stefán Pálsson hefur sérstaklega sinnt þróunarsögu Reykjavíkur og skipulagt sögugöngur. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Fjórða fræðslukvöld undir merkjum „Friðlýsum Laugarnes“ verður í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20. „Þá mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja frá komu og afdrifum fjölskyldu sem kom til Íslands frá Danmörku 1926 með vísi að dýragarði meðferðis. Þau komu sér fyrir í Laugarnesinu og síðar inni við Elliðaár. Næstu misserin átti fólkið eftir að vekja nokkra athygli Reykvíkinga og raunar víðar.

Helstu heimildir eru afar brotakenndar smáfregnir í dagblöðum − raunar furðu fáar miðað við hversu óvenjulegir gestir voru þar á ferð og fáein bréf milli opinberra aðila sem töldu sig þurfa að hafa afskipti af starfsemi á þeirra vegum. Því var slegið föstu að um sígauna væri að ræða en hafa ber í huga að vitneskja landsmanna um Rómafólk var lítil sem engin og öll hugtakanotkun mjög á reiki. Hvernig stóð á ferðum fjölskyldu þessarar til Íslands? Hvaða upplýsingar − ef

...