Inga Ingvarsdóttir fæddist 27. október 1933. Hún lést 15. janúar 2025.

Útför Ingu fór fram í kyrrþey.

Elsku besta amma mín, þín verður sárt saknað og veit ég að afi er einmana og leiður yfir að þú sért farin frá okkur. Hver á að passa að afi fái einstöku sinnum smá súkkulaðibita? Ég man að við ákváðum oft í sameiningu þegar við vorum í þessi ófáu skipti saman þrjú uppi í sumarbústað í Borgarfirðinum að hann mætti nú líka fá einn mola eða smá ís. Ég man eftir því hvað þú varst nú glöð þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð því þá styttist ferðin upp í bústað og þá spurði ég aðeins minna hvort við værum ekki komin, við spiluðum alltaf frúin í Hamborg á leiðinni. Alltaf fékk ég hafragraut með gervisykri út á eins og afi því jú, hann mátti ekki fá venjulegan sykur. Man eitt skiptið þegar við afi fórum í göngutúr og ég hafði dottið með ennið á stein

...