Skalli Pascal Struijk jafnar metin fyrir Leeds í gærkvöldi.
Skalli Pascal Struijk jafnar metin fyrir Leeds í gærkvöldi. — Ljósmynd/Leeds

Leeds færðist skrefi nær ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir sigur á Sunderland, 2:1, á heimavelli í stórleik umferðarinnar í ensku B-deildinni í Leeds í gærkvöldi. Leeds er með 72 stig í toppsætinu, sjö stigum á undan Burnley í þriðja, en efstu tvö sætin fara beint upp í úrvalsdeildina. Wilson Isidor kom Sunderland yfir í fyrri hálfleik en tvö skallamörk frá Pascal Struijk, og eitt undir blálok leiks, tryggðu Leeds sigurinn mikilvæga.