Félag íslenskra loftskeytamanna, FÍL, var stofnað 1923 og sinnti mikilvægu hlutverki í áratugi en tæknin nánast útrýmdi faginu fyrir áratugum og nú er unnið að því að leggja félagið lögformlega niður
31. janúar 1999 Ólafur K. Björnsson, loftskeytamaður í um 50 ár, sendir síðasta morsskeytið frá stöðinni í Gufunesi.
31. janúar 1999 Ólafur K. Björnsson, loftskeytamaður í um 50 ár, sendir síðasta morsskeytið frá stöðinni í Gufunesi. — Ljósmynd/Motiv-Jón Svavarsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Félag íslenskra loftskeytamanna, FÍL, var stofnað 1923 og sinnti mikilvægu hlutverki í áratugi en tæknin nánast útrýmdi faginu fyrir áratugum og nú er unnið að því að leggja félagið lögformlega niður. „Félagið hefur í raun verið óvirkt í yfir 30 ár,“ segir Bogi Vignir Þórðarson, sem var loftskeytamaður á sjó og í landi í um 50 ár, 1955-2004, og formaður félagsins 1983-1987. Anna Lilja Jónsdóttir gjaldkeri FÍL fékk hann sem skoðunarmann reikninga þess til þess að aðstoða sig við slit félagsins, þar sem bæði formaður og varaformaður eru fallnir frá. Loftskeytamenn starfa enn við ákveðin verkefni en öryggisþjónustan er komin undir Landhelgisgæsluna. 10 manns eru í félaginu og samþykkt var á aðalfundi í liðinni viku að slíta félaginu.

Fyrsta loftskeytið barst

...