Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric

Knattspyrnumaðurinn Danijel Dejan Djuric er genginn til liðs við króatíska félagið Istra frá Víkingi í Reykjavík. Hann verður því ekki með Víkingum í seinni leik liðsins gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Aþenu næstkomandi fimmtudagskvöld.

Danijel Dejan, sem er 22 ára gamall, á búlgarska móður og serbneskan föður en hefur búið á Íslandi frá tveggja ára aldri. Hann hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hvorki færri en 56 leiki með yngri landsliðum Íslands. Danijel gekk í raðir Víkings frá Midtjylland í Danmörku sumarið 2022 og hefur síðan þá tvívegis orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari. Hjá Istra hittir hann fyrir Loga Hrafn Róbertsson, sem gekk til liðs við félagið frá uppeldisfélaginu FH í upphafi árs.