Fjölmargar athugasemdir bárust við áform um uppsetningu kláfs á Eyrarfjalli ofan Ísafjarðar en mats­áætlun um þetta verkefni hefur verið til kynningar í skipulagsgátt. Kláfur á að flytja fólk frá rótum Eyrarfjalls og upp á topp fjallsins sem gnæfir yfir Ísafjarðarkaupstað
Ísafjörður Athugasemdir við áform um að setja upp kláf á Eyrarfjall.
Ísafjörður Athugasemdir við áform um að setja upp kláf á Eyrarfjall. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Fjölmargar athugasemdir bárust við áform um uppsetningu kláfs á Eyrarfjalli ofan Ísafjarðar en mats­áætlun um þetta verkefni hefur verið til kynningar í skipulagsgátt. Kláfur á að flytja fólk frá rótum Eyrarfjalls og upp á topp fjallsins sem gnæfir yfir Ísafjarðarkaupstað. Síðar er stefnt að því að byggja veitingastað og hótel á Eyrarfjalli.

„Kláfurinn opnar aðgengi að skíðaleiðum þar sem er hætta á að skíðafólk setji af stað snjóflóð,“ segir í umsögn Veðurstofu Íslands og því bætt við að rekstraraðili þurfi af þessum sökum að gera áætlun um daglegt eftirlit og tímabundnar öryggisaðgerðir. Þess er jafnframt getið að við framkvæmdir uppi á Gleiðarhjalla geti orðið hrun niður hlíðina. Í umsögn Ísafjarðarbæjar er meðal annars vikið að því að að auki þurfi greiningu á sjónrænum áhrifum, hljóðvist og áhrifum veðurs á rekstur

...