Jóna Ólafsdóttir fæddist 4. febrúar 1955. Hún lést 1. febrúar 2025.

Útför hennar fór fram 12. febrúar 2025.

Við hittum Jónu fyrst haustið 1979 í Berkeley í Kaliforníu. Hún var þá nýflutt þangað með Helga og dóttur þeirra, Elínu Önnu, sem var á öðru ári. Þau höfðu fengið úthlutað stúdentaíbúð og við vorum að bíða eftir slíkri íbúð. Tilviljun réði því að við fengum nokkru síðar íbúð við hlið þeirra. Tókust strax með okkur góð kynni sem enst hafa ævilangt. Um helgar heyrðum við fótatak Elínar Önnu þegar hún kom hlaupandi til okkar og bankaði að morgni dags og foreldrarnir í humátt á eftir, svona til að gefa okkur tíma til að komast í fötin. Voru það ánægjulegar morgunstundir fyrir okkur. Þarna voru nokkrir fleiri Íslendingar við nám og hefur þessi litli Berkeley-hópur hist reglulega eftir heimkomu til Íslands. Það er okkur kær

...