
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Við erum með of marga ónýta vegi í einhverju slökkvistarfi og erum nýlega búnir að endurgera veginn um Mikladal í Patreksfirði, sem hrundi fyrir nokkrum árum. Það tók tveggja ára fjárveitingu í styrkingum bara í þann kafla og þá gerir maður ekkert annað á meðan,“ segir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri vestursvæðis Vegagerðarinnar, vegna blæðingar á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Spurður hvað nákvæmlega gerist þegar vegir fara jafn illa og hefur raungerst, mest á vestursvæðinu bæði í fyrra og nú í ár, svarar Pálmi Þór:
„Það sem gerist er að undirlagið blotnar og frýs síðan. Þegar hlánar, eins og gerðist í miklum rigningum í vetur, kemst vatnið ekki ekki út, þrýstist upp í gegnum klæðninguna og tekur bikið með sér upp
...