Flokkur fólksins sendi Skattinum tilkynningu um breytta skráningu sem stjórnmálasamtök í lok janúar 2024, einmitt þegar verið var að greiða út ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Tilkynningunni var hins vegar verulega ábótavant, svo Skatturinn gerði…
Styrkjamálið Svörum Ingu Sæland ber illa saman við gögn Skattsins.
Styrkjamálið Svörum Ingu Sæland ber illa saman við gögn Skattsins. — Morgunblaðið/Kristófer Liljar

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Flokkur fólksins sendi Skattinum tilkynningu um breytta skráningu sem stjórnmálasamtök í lok janúar 2024, einmitt þegar verið var að greiða út ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Tilkynningunni var hins vegar verulega ábótavant, svo Skatturinn gerði athugasemdir við hana og leiðbeindi flokknum um úrbætur.

Breyta þyrfti samþykktum, en auk þess hefðu ekki allir stjórnar- og varamenn undirritað tilkynninguna, aðeins níu í stað tólf. Aðeins þessara níu er getið á vef flokksins, ári síðar.

Baldvin Örn Ólason, verkefnastjóri hjá flokknum og sonur Ingu Sæland, formanns hans, átti í bréfaskriftum við Skattinn vegna þessa og sagði að úr þessu yrði bætt eftir breytingar á flokkssamþykktum á landsfundi, sem haldinn yrði „bráðlega“. Hann hefur enn ekki verið haldinn og ekki hefur verið gerð önnur tilraun til þess að breyta skráningunni.

Þetta kemur

...