
Yfirstjórn sérsveita breska hersins (UKSF) hefur hafnað umsóknum frá yfir 2.000 afgönskum sérsveitarmönnum um flutning til Bretlands. Afganarnir börðust við hlið breskra sérsveita, s.s. hinna frægu SAS-sveita, gegn vígamönnum talibana. Allir þessir menn framvísuðu sönnunum þess efnis til breskra yfirvalda. Er það varnarmálaráðuneyti Bretlands sem staðfestir þetta við breska ríkisútvarpið (BBC).
Varnarmálaráðuneytið hefur lengi neitað fyrir sögusagnir þess efnis að fyrrverandi bandalagshermönnum Breta hafi verið neitað um flutning frá Afganistan. Mál þetta er mjög umdeilt í Bretlandi, einkum í ljósi þess mikla tangarhalds sem talibanar hafa á landinu í kjölfar brottflutnings herafla bandamanna þaðan. Þeir heimamenn sem unnu við hlið bandalagssveita á sínum tíma eru almennt taldir í mikilli hættu. Eru nú þegar heimildir fyrir því að nokkur hópur fyrrverandi hermanna hafi verið handsamaður
...