Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson er spenntur fyrir komandi tímum með sínu nýja félagsliði Brann í Noregi. Sóknarmaðurinn, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við norska félagið frá Elfsborg í Svíþjóð á dögunum og skrifaði undir þriggja ára samning í Noregi

Bergen Eggert Aron Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Brann.
— Ljósmynd/Brann
Noregur
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson er spenntur fyrir komandi tímum með sínu nýja félagsliði Brann í Noregi.
Sóknarmaðurinn, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við norska félagið frá Elfsborg í Svíþjóð á dögunum og skrifaði undir þriggja ára samning í Noregi.
Freyr Alexandersson er þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins sem hefur hafnað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil.
Eggert Aron hélt út í atvinnumennsku í janúar á síðasta ári eftir frábært tímabil með uppeldisfélagi sínu Stjörnunni í Bestu deildinni þar sem hann skoraði tólf mörk í 25 leikjum í Bestu deildinni en hann var valinn besti ungi
...