Atburðarás mannkynssögunnar á undanförnum 10 árum hefur verið eins og í vísindaskáldsögu.
Snorri Ásmundsson
Snorri Ásmundsson

Snorri Ásmundsson

Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki.

Það er alveg að koma aðalfundur og þar býst ég fastlega við að taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum og ég ætla að rífa flokkinn upp og koma honum aftur í hæstu hæðir. „Gera hann stórkostlegan aftur.“ Hver er til þess betur fallinn en jú akkúrat sá sem síst skyldi?

Heimurinn okkar er í dag bæði súrsætur og skemmtilegur og fullur af óvæntum uppákomum. Atburðarás mannkynssögunnar á undanförnum 10 árum hefur verið eins og í vísindaskáldsögu og það þætti ekki koma mikið á óvart þótt ég gjörningalistamaðurinn ynni formannskosningarnar. Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru eins og við öll vitum frelsi og trú á einstaklinginn og ást okkar á fjölbreytileikanum. Það er því með auðmýkt og þakklæti að ég tek við formennsku í flokknum sem mótað

...