Ógagnsæið í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja er stefna stjórnvalda, hafrannsóknir og ástand fiskistofna.
Svanur Guðmundsson
Svanur Guðmundsson

Svanur Guðmundsson

Núna hefur atvinnuráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, lagt fram hugmyndir um að auka gagnsæi í sjávarútvegi. En hvað er raunverulegt gagnsæi og hvernig styður stefna hennar við framtíð greinarinnar?

Verbúðin, sem hún vitnar til í grein í Morgunblaðinu 12. febrúar, var dramatísk skáldsaga sem fjallaði um ólifnað á verbúðum frekar en raunveruleg söguleg atvik um kvótakerfið. Sú umfjöllun hefur að undanförnu mótað umræðu um sjávarútveg á Íslandi, oft án hlutlægrar hag- og líffræðilegrar greiningar. En hver eru raunveruleg skilaboð atvinnuráðherra um gagnsæi?

Það er ljóst að mesta óvissan í rekstri sjávarútvegsins er ekki eignatengsl, heldur hafrannsóknir og ástand fiskistofna. Það vantar skýr svör við því hvernig ríkið ætlar að auka gagnsæi um aðferðafræði í stofnmati og

...