Róbert Helgason frumkvöðull hefur sett nýtt laga- og fordæmisgreiningarmenni í loftið á vefslóðinni fordaemi.is. Um er að ræða gervigreind sem beitt er í fjölda þrepa til að finna lagaheimildir og fordæmi og útbúa stutta samantekt á svari, eins og Róbert útskýrir í samtali við Morgunblaðið
— Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Róbert Helgason frumkvöðull hefur sett nýtt laga- og fordæmisgreiningarmenni í loftið á vefslóðinni fordaemi.is. Um er að ræða gervigreind sem beitt er í fjölda þrepa til að finna lagaheimildir og fordæmi og útbúa stutta samantekt á svari, eins og Róbert útskýrir í samtali við Morgunblaðið. Hver leit er nokkuð ítarleg og getur tekið allt að eina mínútu að klárast.

Hann segir að einföld leit á síðunni sé aðgengileg öllum án innskráningar. „Það er gjarnan krafa um að fólk þekki lagaumhverfið en framsetning þess er ekki með einfaldasta móti. Ég vildi því smíða leit þar sem allir ættu auðvelt með að finna helstu heimildir í lögum og reglum sem og fordæmi meðal dóma og stjórnvaldsúrskurða, fólki að

...