Mikilvægi samspils má einnig heimfæra upp á samfélag manna.
Einar Ingvi Magnússon
Einar Ingvi Magnússon

Einar Ingvi Magnússon

Það er svo oft sem stormurinn syngur í öspinni og vindurinn stjórnar bakröddum birkitrjánna. Stundum guða þeir líka við opinn gluggann minn.

Þá er sinfónía lífsins í hámarki, samspilið eingöngu á færi hins fremsta tónsmiðs og hljóðfæraleikara. Ein feilnóta og hún myndi raska hinu mikla meistaraverki, hin stórfenglega harmónía í algleymingi. Annað en algert jafnvægi er óhugsandi, ógerlegt, eins og allt gangi fullkomlega og óaðfinnanlega eftir settum lögum og reglum.

Mér verður hugsað til hljóðfæranna og hvernig ásláttur og blástur listamannanna kemur hljóðbylgjum á hreyfingu. Hljóðfærið er ekki virkt eitt og sér án kraftsins, svo skilyrðið fyrir fallegu tónverki er, auk hljóðfærisins, tónlistarmaðurinn og lögmál nótnanna.

Á heimili

...