Boðað hefur verið til aukafundar á morgun, miðvikudag, í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, þar sem til umræðu verða ofbeldis- og eineltisvarnir í skóla- og frístundastarfi, að því er fram kemur í fundarboði
Aukafundur Ofbeldis- og eineltismál verða rædd á aukafundi í skóla- og frístundaráði á morgun, en Breiðholtsskóli hefur komið þar við sögu.
Aukafundur Ofbeldis- og eineltismál verða rædd á aukafundi í skóla- og frístundaráði á morgun, en Breiðholtsskóli hefur komið þar við sögu. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Boðað hefur verið til aukafundar á morgun, miðvikudag, í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, þar sem til umræðu verða ofbeldis- og eineltisvarnir í skóla- og frístundastarfi, að því er fram kemur í fundarboði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu óskað eftir að málið yrði tekið á dagskrá síðasta fundar í ráðinu, en af því varð ekki þar sem fundurinn var felldur niður. Var sú skýring gefin að ekki væri búið að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn.

Tilefnið er vaxandi umræða um ofbeldis- og eineltismál í reykvískum skólum, en fram hefur komið í Morgunblaðinu að foreldrar hafa vaxandi áhyggjur af ástandinu, ekki síst í Breiðholtsskóla þar sem slík mál hafa komið upp ítrekað. Hefur fámennur hópur drengja haft sig þar mjög í frammi.

...