Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play fyrir árið 2024 var neikvæð um 30,5 milljónir bandaríkjadollara, eða 4,2 milljarða króna, borið saman við 23,0 milljóna Bandaríkjadollara rekstrartap árið 2023, einkum vegna örlítið lægri einingatekna
Uppgjör Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir að enn sé ekki hægt að taka jákvæð áhrif nýs líkans með í reikninginn við endurskoðun á ársreikningi.
Uppgjör Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir að enn sé ekki hægt að taka jákvæð áhrif nýs líkans með í reikninginn við endurskoðun á ársreikningi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Rekstrarniðurstaða flugfélagsins Play fyrir árið 2024 var neikvæð um 30,5 milljónir bandaríkjadollara, eða 4,2 milljarða króna, borið saman við 23,0 milljóna Bandaríkjadollara rekstrartap árið 2023, einkum vegna örlítið lægri einingatekna.

Heildartap á fjórða ársfjórðungi nam 39,8 milljónum bandaríkjadollara, eða tæpum 5,5 milljörðum íslenskra króna. Bókfært heildartap fyrir árið 2024 var 66,0 milljónir bandaríkjadollara, eða 9,1 milljarður íslenskra króna, þar af er 24,1 milljón bandaríkjadollara vegna niðurfærslu á yfirfæranlegu skattalegu tapi.

Eigið fé flugfélagsins Play í lok árs 2024 var neikvætt um 33,1 milljón bandaríkjadollara, eða um 4,6 milljarða íslenskra króna, en þar af er 24,1 milljón vegna afskriftar á skattainneign.

...