Björgólfur Guðmundsson fæddist 2. janúar 1941. Hann lést 2. febrúar 2025.

Útför hans fór fram 13. febrúar 2025.

Hallgrímur Sveinsson var biskup á Íslandi um miðja 19. öld. Biskupsbústaðurinn var þá á Laugarnesi. Meðal afkomenda Hallgríms biskups var Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, sem lengi var forstjóri Shell á Íslandi. Á heimili Hallgríms lögmanns hékk, á Rolighedsvej 26 í Hellerup, málverk eftir Sigurð Guðmundsson málara, sem stofnaði Þjóðminjasafnið – en Ásgrímur Jónsson hafði klárað myndina og var hún signeruð af honum. Shell kom til Íslands laust fyrir 1930 en það var Björgólfur Ólafsson læknir sem flutti það til Íslands og reisti olíustöð í Skerjafirði. Meðal meðeigenda hans var Hallgrímur Ben – faðir Geirs er síðar varð forsætisráðherra um árabil. Meðal annarra afkomenda Hallgríms biskups var t.d. Hallgrímur August

...