
30 ára Áslaug Alda fæddist og ólst upp á Spóastöðum í Bláskógabyggð. „Það var mjög gott að alast upp í sveitinni og þegar ég var sjálf komin með börn vildi ég ala mín börn upp þar. Við erum ekki með búskap sjálf heldur eru pabbi og mamma með búskap og þau búa í næsta húsi og svo búa afi og amma hérna líka, sem er alveg frábært fyrir börnin mín.“
Áslaug segir að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á útiveru og einnig á íþróttum sem barn. „Ég var mikil sveitastelpa og er það enn og hef alltaf búið hérna nema árin sem ég var í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.“ Það var á menntaskólaárunum sem hún kynntist eiginmanni sínum, sem er Selfyssingur. „Svo náði ég honum í sveitina þegar við fórum að eiga börn upp úr tvítugu.“
Það er nóg að gera á heimilinu enda börnin orðin
...