Staðan kom upp á Hraðskákmóti Reykjavíkur sem fór fram sunnudaginn 9. febrúar síðastliðinn. Magnús Pálmi Örnólfsson (2172) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Vigni Vatnari Stefánssyni (2554) en sá síðarnefndi lék síðast 47
Hvítur á leik
Hvítur á leik

Staðan kom upp á Hraðskákmóti Reykjavíkur sem fór fram sunnudaginn 9. febrúar síðastliðinn. Magnús Pálmi Örnólfsson (2172) hafði hvítt gegn stórmeistaranum Vigni Vatnari Stefánssyni (2554) en sá síðarnefndi lék síðast 47. … b6-b5?? en 47. … Hd3! hefði tryggt svörtum unnið tafl. 48. Hc2?? hvítur gat unnið með því að leika 48. Re7! þar eð máthótunin Re7-g6# eða Re7-d5# er óverjandi. 48. … Hd5 49. He2 b4?? aftur hefði 49. … Hd3! tryggt svörtum unnið tafl. 50. Rg3! og svartur gafst upp enda óverjandi mát þar eð hvítur hótar Rg3-h5#. Hvítur gat tryggt sömu niðurstöðu með því að leika 50. Re7 þar eð þá er máthótunin Re7-g6# óverjandi. Lokastaða efstu manna á mótinu varð eftirfarandi: 1. Bárður Örn Birkisson (2127) 8 vinningar af 9 mögulegum. 2.-3. Magnús Pálmi Örnólfsson og Símon Þórhallsson (2247) 7 1/2 v.