— AFP/Toyin Adedokun

Þessir vösku sundkappar tóku þátt í árlegri keppni sundmanna í Nígeríu, en þeir hafa það að atvinnu að glíma við óstýriláta flóðhesta sem ógnað geta uppskeru bænda á svæðinu. Í ljósi þessa eru mennirnir bæði flugsyndir og í toppformi líkamlega.

Í sundkeppninni þurfa þeir að sýna kunnáttu í sundfimi, snerpu og styrk. Á sundi sínu þurfa mennirnir að keppa við að ná að ólíkum bátum, s.s. kanóum, á sem skemmstum tíma og klifra upp í þá. En þar með er ekki öll sagan sögð því kapparnir þurfa einnig að koma hinum ýmsu tólum og vopnum um borð í bátana, líkt og þeir væru að leggja til atlögu við flóðhesta.

Til að ná þessu reynir á styrk og tækni þátttakenda. Ljósmyndari AFP náði þessari skemmtilegu mynd úr keppninni.