
Brynjar Elís Ákason fæddist 4. apríl 1992. Hann lést 13. janúar 2025.
Útför Brynjars fór fram 31. janúar 2025.
Það er erfitt að finna réttu orðin þegar maður kveður einstakan dreng eins og Brynjar mág minn. Sannkallaður lífskúnstner sem elskaði rautt og góða steik. Hann var líka stærðfræðiséní og átti létt með að leysa flóknustu þrautir. Hann var húmoristi af guðs náð, með glettið bros og hnyttin tilsvör sem létu alla í kringum hann hlæja.
Brynjar var víðsýnn með opinn huga og hann hafði næmt auga fyrir því sem skipti máli, hann sá heiminn í skýrari mynd en flestir og var óhræddur við að rökræða allt á milli himins og jarðar – oft með kímni sem létti á öllu.
Hann átti sér áhugamál, við árbakkann með veiðistöng í hendi, þar fann hann friðinn, þar var hann
...