
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls sex svæði á landinu eru nefnd til friðlýsingar til náttúruverndar, samkvæmt tillögu sem lögð hefur verið fram til ályktunar Alþingis. Undir eru svæði sem lagt er til að verði á framkvæmdaáætlun líðandi árs og fram til 2029. Þetta er tillaga frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og um hana segir að byggja eigi upp net verndarsvæða í því skyni að stuðla að vernd líf- og jarðfræðilegrar fjölbreytni. Mörg svæði hafa verið friðlýst á undanförnum árum og nú heldur sú vegferð áfram, skv. tillögunni sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila inn umsögnum er til 20. febrúar.
Viðkvæm jarðhitasvæði
Þau svæði sem eru undir í áætluninni eru um allt land. Fyrst skal tiltekinn Goðdalur í Bjarnarfirði á Ströndum. Svæðið er tilnefnt
...