
Baksvið
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Glöggir lesendur sjá að talnarunurnar tvær í fyrirsögninni hér að ofan eru eins að öllu leyti nema því að einum tölustaf skeikar í lok þeirra. Runurnar vísa í tvö símanúmer. Annað þeirra hefur um langt árabil verið skráð á Pál Steingrímsson skipstjóra. Hitt var skráð á fréttaskýringaþáttinn Kveik, þ.e. Ríkisútvarpið, í aprílmánuði 2021. Það gerðist nokkrum dögum áður en þáverandi eiginkona Páls skundaði upp í Efstaleiti 1 og afhenti þar starfsfólki Ríkisútvarpsins farsíma hans. Sú atburðarás átti sér stað 4. maí, meðan Páll lá sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, hinum megin Bústaðavegar.
Eins og fram kom í fréttaskýringu um þetta mál á þessum vettvangi á laugardaginn síðasta viðurkenndi eiginkonan undanbragðalaust
...