Guðmundur Jónsson fæddist 27. apríl 1932. Hann lést 3. febrúar 2025.

Útför hans fór fram 13. febrúar 2025.

„Hann er dáinn,“ var svarið við spurningu minni þegar ég hringdi og spurði hvernig Guðmundi tengdaföður mínum liði. Hann hafði verið verkjaður fyrr um daginn en svo kom símtal um að honum hefði hrakað og hann lent í hjartastoppi. Auður hafði brennt til hans til að huga að honum en hann hafði þá kvatt. Þó að Guðmundur hafi verið 92 ára gamall og nokkuð hraustur á líkama þá kvaddi hann snögglega, þó vissulega hafi maður verið við öllu búinn.

Guðmundi kynntist ég þegar við Auður Björk fórum að draga okkur saman sem unglingar. Fyrstu samskipti okkar voru þegar hann nappaði mig í garðinum þar sem þau bjuggu í Búlandinu, seint um kvöld. Ég var í óðaönn að berja á herbergisgluggann hjá Auði

...