
Iðunn Andrésdóttir
idunn@mbl.is
Kínverskum bílum hefur verið mætt með ákveðinni tortryggni á evrópskum markaði og hafa efasemdir verið uppi um gæði þeirra og öryggi. Margir kínverskir bílaframleiðendur hafa því lagt sig fram af nokkrum þrótti við að stemma stigu við slíkum fordómum og sýna fram á að þeir séu svo sannarlega samkeppnishæfir utan Asíu.
Bílaframleiðandinn BYD hefur notið mikilla vinsælda á kínverskum markaði allt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2003 og varð stærsti rafbílaframleiðandi í heimi á fjórða ársfjórðungi árið 2023 þegar félagið tók fram úr Tesla. BYD hefur líka verið stærsti bílaframleiðandinn í Kína frá 2023 þar sem Volkswagen hafði áður trónað á toppnum í áraraðir. Frá árinu 2021 hefur BYD svo hægt og bítandi rutt sér til rúms á evrópskum markaði við góðar viðtektir og hóf Vatt ehf. sölu
...