Tónlistarkonan og margfaldi Grammy-verðlaunahafinn Norah Jones heldur tónleika í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 3. júlí. Norah Jones steig fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún
gaf út plötuna Come
Away With Me árið 2002. „Hún vann hug og hjörtu heimsins með sinni einstöku rödd og fékk m.a. Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir bestu plötu ársins og lag ársins. Síðan þá hefur hún unnið 10 Grammy-verðlaun,“ segir í tilkynningu. Miðasala hefst föstudaginn 21. febrúar.