Borgarlína orsakar óskipulega splundrun þjónustu og mikla aukningu stjórnlausrar útþenslu byggðar og veldur þannig stóraukinni akstursþörf og bílaeign.
Örn Sigurðsson
Örn Sigurðsson

Örn Sigurðsson

Að sögn aðstandenda borgarlínu BL er henni ætlað að efla almannasamgöngur, draga úr losun og létta á stíflum í gatnakerfinu á álagstímum með því að draga úr daglegum akstri bíla úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins HBS inn í Vesturborg Reykjavíkur að morgni og til baka að kvöldi (pendlun).

Forsenda borgarlínu BL er að ný byggð rísi meðfram akstursleiðum hennar svo markmiðið um nægan farþegafjölda og betri rekstur náist. Þess vegna þarf að tryggja að á næstu 20-30 árum rísi ekki ný miðborg í Vatnsmýri heldur verði áfram rekinn þar herflugvöllur.

Þegar herflugvöllur Breta var festur í sessi í Vatnsmýri 1946 hófst stjórnlaus útþensla (e. urban sprawl), sem veldur því að nú er byggð á höfuðborgarsvæðinu HBS a.m.k. fjórfalt víðáttumeiri en ella hefði orðið. Rætist draumar aðstandenda borgarlínu

...