Þennan morguninn er ég á leið til Aþenu til þess að fylgja eftir Víkingum í Evrópuævintýri þeirra í Sambandsdeildinni í fótbolta. Eftir glæsilegan og sögulegan eins marks sigur á gríska stórliðinu Panathinaikos á „heimavelli“ Víkings í…

Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Þennan morguninn er ég á leið til Aþenu til þess að fylgja eftir Víkingum í Evrópuævintýri þeirra í Sambandsdeildinni í fótbolta.
Eftir glæsilegan og sögulegan eins marks sigur á gríska stórliðinu Panathinaikos á „heimavelli“ Víkings í Helsinki, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar síðasta fimmtudag, er ljóst að Víkingur á möguleika á því að vega gríska risann.
Það eina sem maður er ósáttur við, eins ótrúlegt og það er að segja það, er að 2:1-sigurinn hafi ekki verið stærri. Bæði fannst manni vítaspyrnan sem Panathinaikos fékk í lokin og skoraði úr frekar skrítin auk þess sem Víkingur fékk nokkur úrvalsfæri til að bæta við
...