
Hlutfall skóga á Íslandi var komið niður í eitt prósent af heildarflatarmáli lands, þegar verst lét. Ríflega eins árs gömul ríkisstofnun, Land og skógur, LOGS, vinnur nú að því markmiði að fimm prósent landsins verði skógi vaxin. Þegar horft er til þess lands sem fóstrað getur skóga er um að ræða ríflega tíu prósent af láglendi Íslands.
Ágúst Sigurðsson forstjóri LOGS er gestur Dagmála í dag og ræðir þar áformin og svarar fyrir gagnrýnisraddir sem fram hafa komið.
Land og skógur varð til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Fyrrverandi landgræðslustjóri hefur gagnrýnt áform LOGS harðlega og segir skógrækt til kolefnisbindingar á villigötum og vill að „skógræktargrænþvotti“ verði tafarlaust hætt. Ágúst vísar því á bug að um sé að ræða einhvers konar grænþvott þegar kemur að kolefnisbindingu með skógrækt.
...