„Þetta er algjörlega í okkar höndum,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, hinn 216 sentimetra hái miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem getur á fimmtudaginn tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2025 þegar það mætir…
Höllin Tryggvi Snær Hlinason var með 14 stig og 11 fráköst þegar Ísland vann Ungverjaland í fyrri leiknum í Laugardalshöll, 70:65.
Höllin Tryggvi Snær Hlinason var með 14 stig og 11 fráköst þegar Ísland vann Ungverjaland í fyrri leiknum í Laugardalshöll, 70:65. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í Berlín

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

„Þetta er algjörlega í okkar höndum,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, hinn 216 sentimetra hái miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem getur á fimmtudaginn tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2025 þegar það mætir Ungverjum í næstsíðustu umferð undankeppninnar í Szombathely.

„Þetta er það sem við erum búnir að vera að vinna að og manni líður reyndar eins og við höfum verið að því í mörg ár. Það er heilt ár síðan við hófum þá göngu en þetta er búið að vera meira en það. Að komast á stórmót er alltaf stærsta markmið landsliðsins, þannig að það er algjör draumastaða að vera á leið í úrslitaleik gegn Ungverjalandi.

Þetta er algjörlega í okkar höndum, við ætlum okkur sigur

...