
Sviðsljós
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þessi maður hefur ekki talað við okkur eitt orð. Við höfum aldrei séð hann. Þetta er allt saman mjög sérstakt, eiginlega ótrúlegt,“ segir Hákon Zimsen, fulltrúi eigenda Stóra-Botns í Hvalfirði. Stóri-Botn er við hlið Litla-Botns en eins og kom fram í Morgunblaðinu í síðustu viku eru erlendir aðilar með áform um byggingu hótels þar. Hafa þeir boðað byggingu hringlaga hótels og gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og í minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu.
Á jörðinni Stóra-Botni eru Glymur og Glymsgljúfur. Eigendur Stóra-Botns gera alvarlegar athugasemdir við þessi áform og segir Hákon að útilokað sé að umrætt hótel muni nokkurn tímann verða
...