Í gömlu fjósi, rétt norðan við Akranes, má finna nýja og sérhæfða verslun fyrir jeppafólk en Jeppfaelgur.is býður, eins og nafnið gefur til kynna, upp á úrval af felgum fyrir upphækkaða jeppa. Elmar Snorrason framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að…
Elmar með almennilega felgu í fanginu. Íslenskt jeppafólk vill hafa feglurnar breiðar til að fá betra flot.
Elmar með almennilega felgu í fanginu. Íslenskt jeppafólk vill hafa feglurnar breiðar til að fá betra flot. — Ljósmynd/Jeppadekk

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Í gömlu fjósi, rétt norðan við Akranes, má finna nýja og sérhæfða verslun fyrir jeppafólk en Jeppfaelgur.is býður, eins og nafnið gefur til kynna, upp á úrval af felgum fyrir upphækkaða jeppa. Elmar Snorrason framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að með því að kaupa felgurnar frá Kína geti hann boðið upp á verð sem sé talsvert lægra en íslenskt jeppafólk á að venjast.

„Þetta hefst árið 2018 þegar félagi minn var að leita að felgum undir jeppann sinn, en hann vissi að ég hafði verslað ýmislegt á internetinu og bað mig að athuga hvort ég gæti fundið handa honum felgur á hagstæðum kjörum. Leitin að framleiðanda gekk nokkuð brösuglega, og félagi minn endaði á að kaupa sér felgur sem smíðaðar voru á Íslandi, en nokkrum mánuðum seinna fæ ég skeyti frá aðila úti í Kína sem sagðist reiðubúinn

...