
Guðrún Hulda Guðmundsdóttir (Dúna) fæddist 17. júní 1938 í Reykjavík. Hún lést 24. janúar 2025.
Útför hennar fór fram í kyrrþey 5. febrúar 2025.
Elsku amma Dúna, nú ertu farin frá okkur á betri stað. Við munum eftir því þegar þú sagðir við okkur að þú tryðir því að þegar maður deyr þá fengi maður að fara á uppáhaldsstaðinn sinn. Þú sagðir að þú myndir vilja fara í íslensku sveitina þar sem þú gætir verið með öllum dýrunum, þar á meðal kisunum þínum, í fallegu umhverfi. Við vitum að þér líður betur núna í faðmi þeirra og eftir standa margar góðar og hlýjar minningar.
Bestu minningarnar um þig eru þegar við systkinin fengum að gista hjá þér þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Við fengum fiðring í magann af tilhlökkun því við vissum að við yrðum dekruð út í eitt. Það er okkur alltaf minnisstætt þegar
...