Það er „retró“ yfirbragð á Gold Wing Tour í gyllta litnum og minnir útkoman á panelklæddan bíl. Ekki vantar geymsluplássið.
Það er „retró“ yfirbragð á Gold Wing Tour í gyllta litnum og minnir útkoman á panelklæddan bíl. Ekki vantar geymsluplássið. — Ljósmynd/Honda

Að margra mati eru Gold Wing-mótorhjólin frá Honda í algjörum sérflokki, og vilja sumir ganga svo langt að fullyrða að þessi vígalegu farartæki séu eitthvert merkasta framlag Japans á sviði ökutækjahönnunar.

Gold Wing er m.a. frægt fyrir að vera fyrsta fjöldaframleidda hjólið með fjögurra strokka mótor og diskabremsum, en Honda hefur allt frá upphafi lagt allan sinn metnað í hönnun og smíði þessara hjóla og reynt að hafa þau eins tæknivædd og fullkomin og hugsast getur.

Í ár er liðin hálf öld síðan fyrsta Gold Wing-mótorhjólið kom á markað og af því tilefni kynnir Honda nýja útgáfu af hjólinu í skemmtilegum litum og með alls kyns uppfærslum og breytingum sem gera gott hjól enn betra.

Vélin er sex strokka og 93 kW eða 125 hestöfl, og hægt að velja á milli beinskiptingar annars vegar

...