Þýskir kvikmyndadagar verða haldnir í 15. sinn í Bíó Paradís dagana 21. febrúar til 2. mars, í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og þýska sendiráðið á Íslandi. Sex kvikmyndir verða sýndar og flestar nýjar eða nýlegar, fyrir utan eina sígilda sem sýnd verður á föstudagspartísýningu

Að deyja Lars Eidinger í Sterben sem valin var besta kvikmyndin á Þýsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þýskir kvikmyndadagar verða haldnir í 15. sinn í Bíó Paradís dagana 21. febrúar til 2. mars, í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og þýska sendiráðið á Íslandi. Sex kvikmyndir verða sýndar og flestar nýjar eða nýlegar, fyrir utan eina sígilda sem sýnd verður á föstudagspartísýningu.
Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri kvikmyndahússins segir sex kvikmyndir verða sýndar og að auki verði ein partísýning, á kvikmyndinni Lola rennt, þ.e. Lola heypur. Ása segir þá kvikmynd „instant klassík“ og gefst nú tækifæri til að sjá hana á breiðtjaldi.
Eidinger komst ekki
Ása segir að til hafi staðið að bjóða gesti á þessa þýsku kvikmyndadaga, leikaranum
...