
Kalob Wayne Byers
Bandarískur ríkisborgari sem handtekinn var á flugvellinum Vnukovo í Moskvu er nú laus ferða sinna á ný. Maðurinn, sem heitir Kalob Wayne Byers og er 28 ára gamall, var hnepptur í varðhald eftir að kannabisblandað sælgæti fannst í fórum hans. Er það talsmaður Kreml sem staðfestir þetta, en maðurinn var leystur úr haldi nú skömmu áður en Bandaríkin og Rússlands setjast að samningaborðinu til að ræða framtíð Úkraínu og hvernig binda skal enda á innrásarstríð Moskvuvaldsins.
Byers gaf í upphafi þá skýringu að fíkniblandaða sælgætið hefði verið gefið af lækni. Þessa skýringu tóku Rússar ekki gilda fyrr en nú nýlega. Reglulega berast fregnir af handtökum sem þessari og eru þær til marks um stirð samskipti ríkjanna.