
Karl Blöndal
Urmullinn allur er til af vondum bíómyndum og ugglaust þurfa þær að vera til þannig að maður kunni að meta góðar bíómyndir.
Það eru til vondar hasarmyndir, vondar hryllingsmyndir, að ekki sé talað um vondar jólamyndir. Verstar eru sennilega vondu rómantísku gamanmyndirnar.
Um helgina hófst leit að mynd á einni af veitunum. Léttmeti var í sigtinu, en fátt um fína drætti, ef frá eru taldar myndir sem maður var þegar búinn að sjá. Dúkkar þá upp rómantísk gamanmynd með stjörnufansi leikara. Þarna voru John Cusack, Julia Roberts, Catherine Zeta-Jones, Christopher Walken, Billy Crystal og Stanley Tucci. Að auki lék þáttastjórnandinn Larry King sjálfan sig.
Skemmst er frá því að segja að myndin var skelfileg, sérlega ófyndin og söguþráðurinn vandræðalegur.
Að allar þessar stjörnur væru saman komnar í mynd sem maður hafði aldrei heyrt um hefði sennilega átt að
...