Vel útfærðar mannvirkjagerðir geta leitt til jákvæðra breytinga bæði fyrir laxastofninn og orkuframleiðslu.
Hákon Skúlason
Hákon Skúlason

Hákon Skúlason og Skúli Jóhannsson

Áður en virkjunarframkvæmdir hófust í Þjórsá á sjöunda áratug síðustu aldar var laxastofninn þar takmarkaður bæði í stærð og útbreiðslu. Áin var mjög öflug með náttúrulegum fossum og hindrunum sem lokuðu á aðgengi laxins að stórum hluta vatnasvæðisins. Þetta hafði áhrif á möguleika hans til að komast í góð hrygningar- og uppeldissvæði.

Bygging virkjana hefst

Landsvirkjun hóf byggingu virkjana á svæðinu á sjöunda áratug síðustu aldar, þar á meðal stíflumannvirkja sem mynduðu Þórisvatnsmiðlun og síðan sex virkjana með inntakslónum þar fyrir neðan og í hliðarám Þjórsár. Fyrsta virkjunin var Búrfellsvirkjun, sem hóf raforkuframleiðslu árið 1969. Við þetta minnkaði jökulaur í Þjórsá, en aurinn botnféll að miklu leyti í lónunum. Búrfellsvirkjun var neðst í virkjunarröðinni og var þá Þjórsá

...