Alls eru 18 tillögur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag, en reglulegur fundur í borgarstjórn hefst klukkan 12. Ekki er víst að þær verði teknar til umræðu á fundinum, því spáð er að um svokallaðan…
Borgarstjórn Fjölmargar tillögur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir borgarstjórnarfundi í dag en ólíklegt er að þær verði ræddar.
Borgarstjórn Fjölmargar tillögur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir borgarstjórnarfundi í dag en ólíklegt er að þær verði ræddar. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Alls eru 18 tillögur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á dagskrá borgarstjórnarfundar í dag, en reglulegur fundur í borgarstjórn hefst klukkan 12. Ekki er víst að þær verði teknar til umræðu á fundinum, því spáð er að um svokallaðan „bjöllufund“ verði að ræða sem þýðir að fundur verður settur en slitið í sömu andrá. Ástæðan er sögð vera óloknar viðræður fimm flokka í borgarstjórn um myndun nýs meirihluta.

Meðal tillagna sjálfstæðismanna má nefna tillögu um kostnaðarmat mögulegra sviðsmynda vegna framtíðar umdeilds stálgrindarhúss við Álfabakka, sem kallað hefur verið græna gímaldið.

Meta eigi m.a. kostnað við flutning hússins á aðra lóð, utan íbúðabyggðar, breytingar á húsnæðinu sem miði að því að lágmarka áhrif þess á

...