Þær upplýsingar fengust hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu að ráðuneytið uppfæri ekki tölur um fjölda íbúa á landinu, heldur styðjist við tölur Hagstofunnar. Hagstofan hefði 4. febrúar sl. birt upplýsingar um mat á fjölda íbúa

Reykjavík Horft yfir Skólavörðustíginn úr Hallgrímskirkjuturni.
— Morgunblaðið/Baldur
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þær upplýsingar fengust hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu að ráðuneytið uppfæri ekki tölur um fjölda íbúa á landinu, heldur styðjist við tölur Hagstofunnar. Hagstofan hefði 4. febrúar sl. birt upplýsingar um mat á fjölda íbúa.
Tilefni fyrirspurnarinnar er misvísandi tölur um íbúafjölda landsins. Annars vegar áætlar Hagstofan að 389.450 einstaklingar hafi búið á Íslandi um síðustu áramót. Hins vegar er áætlað á vef Þjóðskrár Íslands að nú séu 406.506 íbúar skráðir á landinu, eða um 17 þúsund fleiri en Hagstofan áætlaði um áramótin.
Fjármálaráðuneytið birti hinn 8. febrúar í fyrra endurmat á íbúafjölda landsins en samkvæmt því voru þeir um 14 þúsund færri en áður var áætlað. „Ástæðu ofmats Þjóðskrár á íbúafjölda
...