Knattspyrnumaðurinn Birkir Jakob Jónsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val. Hann gengur í raðir félagsins frá Atalanta á Ítalíu sem hann hefur verið á mála hjá síðan 2021. Birkir er 19 ára gamall sóknarmaður sem er uppalinn hjá Fram…
Hlíðarendi Birkir Jakob er genginn til liðs við Valsmenn.
Hlíðarendi Birkir Jakob er genginn til liðs við Valsmenn. — Ljósmynd/Valur

Knattspyrnumaðurinn Birkir Jakob Jónsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val. Hann gengur í raðir félagsins frá Atalanta á Ítalíu sem hann hefur verið á mála hjá síðan 2021. Birkir er 19 ára gamall sóknarmaður sem er uppalinn hjá Fram en hefur einnig leikið með Fylki og Breiðabliki í yngri flokkum hérlendis. Hann hefur glímt við mikil meiðsli síðustu misseri en á að baki 11 leiki fyrir yngri landslið Íslands.