Knattspyrnumaðurinn Birkir Jakob Jónsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val. Hann gengur í raðir félagsins frá Atalanta á Ítalíu sem hann hefur verið á mála hjá síðan 2021. Birkir er 19 ára gamall sóknarmaður sem er uppalinn hjá Fram…

Hlíðarendi Birkir Jakob er genginn til liðs við Valsmenn.
— Ljósmynd/Valur
Knattspyrnumaðurinn Birkir Jakob Jónsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Val. Hann gengur í raðir félagsins frá Atalanta á Ítalíu sem hann hefur verið á mála hjá síðan 2021. Birkir er 19 ára gamall sóknarmaður sem er uppalinn hjá Fram en hefur einnig leikið með Fylki og Breiðabliki í yngri flokkum hérlendis. Hann hefur glímt við mikil meiðsli síðustu misseri en á að baki 11 leiki fyrir yngri landslið Íslands.