Jón Bjarni Magnússon fæddist 24. apríl 1950. Hann lést 5. febrúar 2025.

Útför Jóns Bjarna fór fram 17. febrúar 2025.

Að hryggjast og gleðjast

hér um fáa daga,

að heilsast og kveðjast.

– Það er lífsins saga.

(Páll Árdal)

Ég vil með nokkrum orðum minnast Jóns Bjarna bróður míns nú þegar hann hefur kvatt þetta jarðlíf saddur lífdaga þó hann hafi ekki verið nema 74 ára gamall, en hann hefur mörg undanfarin ár barist við heilsuleysi sem hefur gert honum lífið erfitt en þrátt fyrir það hefur hann gengið í gegnum það með aðdáunarverðu æðruleysi.

Við Jonni erum tvö elstu börn

...