Sigurður Hannesson, gestur Morgunblaðsins í Dagmálum þessa vikuna.
Sigurður Hannesson, gestur Morgunblaðsins í Dagmálum þessa vikuna. — Morgunblaðið/Hallur Már

Samtök iðnaðarins kynntu á dögunum skýrslu sem fjallaði um innviðaskuld á Íslandi. Gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Rætt var um innviðaskuld Íslands, orkumál og fasteignamarkaðinn.

Sigurður bendir á í þættinum að staða innviðaskuldar hafi versnað svo um munar frá því að Samtök iðnaðarins létu taka síðustu skýrslu saman.

Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðum nemur nú um 680 milljörðum króna en í síðustu skýrslu sem gefin var út árið 2021 nam hún 420 milljörðum króna.

„Staðan er að versna og við sjáum talsverða hækkun frá síðustu skýrslu. Þetta er hærra hlutfall af landsframleiðslu heldur en áður, en þetta er um 15% af landsframleiðslu sem skuldin nemur,“ segir Sigurður.

...