Trump
Trump

Nú er óneitanlega hafin mikil skák, þar sem var og er vígvöllur áður, eftir að Pútín forseti Rússlands lagði skyndilega annarra manna land undir sinn fót. Úkraínumenn tóku til burðugri varna en árásarliðið hafði gengið út frá, og sýndu hugrekki frá fyrsta degi. Mat flestra var, þótt ósagt upphátt, að ljóst væri að stjórnin í Kænugarði yrði fyrr eða síðar að láta undan ofureflinu. Nú bendir flest til að sú ögurstund sé skammt undan.

Vestræn ríki, einkum Bandaríkin, hafa mokað vopnum, sumum háþróuðum, til þess aðila sem var í vörninni og hefur staðið þann slaginn af sér furðu lengi. Nú segir Trump forseti að raunveruleikinn sé mættur. Manntjón Úkraínu sé orðið mikið og töluverður hópur hefur yfirgefið fósturjörð sína. Þar eru á ferðinni konur og börn í öngum sínum og eins eru þeir til, sem reyndu að koma sér undan herskyldu í stríði sem átti ekki raunhæfa von. En varnarliðar Úkraínu hafa

...