
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Náttúruverndarstofnun, ásamt landeigendum Voga í Mývatnssveit, hefur birt til kynningar áform um friðlýsingu hraunhellis við Jarðböðin í Mývatnssveit sem náttúruvé og náttúruvætti.
Greint var frá því í Morgunblaðinu árið 2023 að umræddur hellir, sem er 120 metra langur, hafi uppgötvast fyrir tilviljun þegar ákveðið var að stækka þjónustuhús við Jarðböðin. Kom í ljós að tólf metrar eru niður á botn í hellinum.
Fram kemur á vefsíðu Náttúruverndarstofnunar að markmið friðlýsingarinnar sé að stuðla að vernd jarðfræðilegrar fjölbreytni og vernda helli sem er einstakur á heimsvísu. „Hellirinn við Jarðböðin í Mývatnssveit fannst þegar verið var að grafa grunn að nýjum byggingum Jarðbaðanna en virðist hafa verið vel lokaður fram að því af náttúrunnar hendi,“ segir þar.
Hellirinn er í hrauni sem er talið vera um átta þúsund ára gamalt. Það kemur
...